Ég hitti Magnús bróður mömmu í gær og konu hans Giovanna. Alveg ótrúlega gaman og óvænt. Magnús kom með bækur og fleira handa mér frá Michele. Nú verður ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur: LINUX. Ég mun eyða bróðurparti af frítíma mínum í sumar í að stúdera þetta stýrikerfi og tól því tengt. Magnað fyrirbæri og mjög öflugt ef rétt er með farið. Windows XP er reyndar alveg ágætis stýrikerfi en kannski ekki eins gaman að fikta. Það má líkja þessu við að keyra sjálfskiptan og beinskiptan bíl. Það er bara einfaldlega skemmtilegra að keyra beinskiptan.

Einar Ólafsson maður Hansínu systur Ömmu Eleonore lést í seinustu viku og verður jarðsettur næsta miðvikudag. Þetta var einstæður karl og mikill húmoristi. Ég hef kíkt á þau hjón af og til seinustu ár og var eiginlega "á leiðinni" aftur, en því miður þá tókst það nú ekki. Hansínu ætla ég að hitta áður en við förum til Danmerkur.

Okkur langar að heimsækja svo marga áður en við förum en það er bara svo knappur tími og svo vinn ég flesta daga frameftir.

Jæja back to work.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur